Vegna breytinga á sóttvarnarreglum þar sem fjarlægðarmörk í framhaldsskólum á landsbyggðinni eru færð úr 1 m í 2 m verðum við að færa námið tímabundið í fjarnám frá og með morgundeginum 20. október. Við erum þakklát fyrir að hafa náð að halda miklu staðnámi fram að þessu og vonumst til að geta hafið það fljótt aftur. Það eru aðeins tveir kennsludagar í fjarnámi í þessari viku og svo koma námsmatsdagar; miðannarmat birtist í INNU í lok vikunnar hjá nemendum í 1. og 2. bekk.

Nú reynir því á skipulagið og sjálfsnámið, undir styrkri stjórn kennara. Við minnum á að skólahúsin verða opin og þjónusta námsráðgjafa og sálfræðings er áfram til staðar og hvetjum ykkur til að setja ykkur í samband við þau varðandi skipulag og líðan. Bæði verður hægt að panta tíma á staðnum og rafrænt.