- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tveir fyrrverandi MA-ingar hlutu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ. Alls fengu 31 nemandi, sem náði framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og hóf grunnnám í Háskóla Íslands nú í haust, styrk úr sjóðnum. MA-ingarnir sem fengu styrk eru þau Árni Stefán Friðriksson og Guðrún María Aðalsteinsdóttir. Á hi.is segir þetta um styrkhafana:
Árni Stefán Friðriksson brautskráðist frá Menntaskólanum á Akureyri í vor með afar góðum árangri. Hann keppti fyrir hönd MA í spurningakeppninni Gettu betur í tvö ár og komst m.a. í úrslit keppninnar með liðinu í vor. Árni hefur stundað fjölbreyttar íþróttir og m.a. keppt í blaki með Blakfélaginu Rimum á Dalvík. Árni hefur innritast í vélaverkfræði
Guðrún María Aðalsteinsdóttir útskrifaðist vorið 2023 frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi. Samhliða skólanum æfði Guðrún golf og lærði á píanó og fiðlu og hefur lokið framhaldsprófi í píanóleik. Guðrún hefur innritast í nám í tannsmíði.
MA sendir Árna Stefáni og Guðrúnu Maríu innilegar hamingjuóskir og óskar þeim velfarnaðar í námi sínu og lífi.