- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert en hann er tileinkaður Sveini Pálssyni lækni sem fæddist þennan dag árið 1762.
Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og vegna þess var dagur umhverfisins tileinkaður honum.
Í tilefni dagsins féll hefðbundin kennsla niður síðastliðinn föstudag frá kl. 10-11.25 og nemendur og kennarar héldu út í náttúruna í hin ýmsu verkefni. 1. bekkur plokkaði rusl og hreinsaði beð í kringum skólalóð MA. 2. bekkur aðstoðaði starfsmenn Lystigarðsins við hin ýmsu vorverk og 3. bekkur aðstoðaði starfsmenn Kjarnaskógar við greinahreinsun. Verkefnin tókust vel til og var starfsfólk Lystigarðsins og Kjarnaskógar þakklátt fyrir aðstoðina og verk nemenda.
Brynja Finnsdóttir umhverfisfulltrúi