Nemendur á hraðlínu skólaárið 2020-21
Nemendur á hraðlínu skólaárið 2020-21

Þann 21. maí nk. rennur út umsóknarfrestur um hraðlínu í MA. Hraðlínan hefur nú starfað óslitið í tæp 16 ár og fest sig í sessi sem góður kostur fyrir þá nemendur sem vilja hefja nám í MA ári fyrr, strax eftir 9. bekk. Umsóknir eru farnar að berast og þá er öruggt að sumarið er á næsta leiti.  

Með breytingum á námskrám og styttingu náms til stúdentsprófs hefur fyrirkomulagi hraðlínunnar verið örlítið breytt og fara þessir nemendur nú beint inn á brautir í stað þess að vera í einum bekk eins og fyrstu árin. 

Hraðlínunemendur þetta skólaárið stóðu, líkt og samnemendur sínir, andspænis heilmiklum áskorunum. Félagslífinu voru skorður settar, stundum fjarnám en sem betur fer líka staðnám að mestu leyti.  Síðastliðið skólaár hófu sex stúlkur nám á hraðlínu og eru nú á lokametrum skólaársins ásamt félögum sínum. Þær stóðu sig frábærlega, allar sem ein. 

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að sækja um hraðlínu að hafa samband og kynna sér málið hér eða senda línu á hildur@ma.is