Hrefna Logadóttir. Mynd: Karl Frimannsson.
Hrefna Logadóttir. Mynd: Karl Frimannsson.

Eins og komið hefur fram hefur lið MA í MORFÍs lokið keppni. Það hefur staðið sig feykivel og er þeim hér með óskað til hamingju með árangurinn.  

En það er stutt í næsta viðburð því þann 1. apríl verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin. Það er Samband íslenskra framhaldsskólanema sem heldur keppnina sem fer fram í Hinu húsinu í Reykjavík og verður streymt.

Hrefna Logadóttir keppir fyrir hönd MA. Hún sigraði í söngkeppni MA í febrúar og syngur lagið Blame it on the Sun. Við óskum Hrefnu góðs gengis og vitum að hún á eftir að heilla marga með sínum söng.