- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Heyra má á spjalli nemenda að undirbúningur fyrir vorsýningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri sé hafinn. Full ástæða er til að gleðjast yfir tíðindunum í ljósi aðstæðna undanfarinna mánaða. Við höfðum samband við Evu Hrund Gísladóttur, forseta stjórnar LMA og spurðum hana hvort orðrómurinn væri á rökum reistur. Eva staðfesti að tekin hefði verið ákvörðun um að setja upp söngleikinn Heathers á vorönn.
Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1988 með þeim Winonu Ryder og Christian Slater í aðalhlutverki. Samkvæmt kvikmyndavefnum imdb.com fjallar myndin um unglingsstúlkuna Veronicu sem reynir að gera erfiða skólavist bærilegri með því að vingast við þrjár vinsælustu stúlkurnar í skólanum. Þær heita allar Heather. Gamanið kárnar þegar hún kemst í kynni við piltinn J.D. sem er ekki allur þar sem hann er séður.
Leikfélagið áætlar að frumsýna Heathers þann 11. mars næstkomandi. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.
Auk Evu Hrundar er stjórn LMA svo skipuð veturinn 2021 – 2022:
Varaforseti: Rebekka Hvönn Valsdóttir.
Gjaldkeri: Hildur Þóra Jónsdóttir.
Meðstjórnandi: Molly Carol Mitchell.
Ritari: Birta Karen Axelsdóttir.
Markaðsstjóri: Þráinn Maríus Bjarnason.
Eignastýra: Áslaug María Stephensen.