Fríða Ísberg og Dóri DNA munu leiða ritlistasmiðju Ungskálda 2021
Fríða Ísberg og Dóri DNA munu leiða ritlistasmiðju Ungskálda 2021

Ungskáld er ritlistasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára á Norðurlandi eystra. Af nógu er að taka og í ár mætti skipta viðburðum tengdum keppninni  í fernt:

1) Ritlistasmiðja Ungskálda

Laugardaginn 23. október frá kl. 10:00-15:30 verður ritlistasmiðja Ungskálda haldin Í Menntaskólanum á Akureyri. Markmiðið er að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki. Fyrri hluta dags mun rithöfundurinn Fríða Ísberg leiða vinnuna en eftir hádegi tekur Dóri DNA rithöfundur við keflinu. 

2) Ritlistasamkeppni Ungskálda

Engar hömlur eru settar á hvers konar textum er skilað inn, en þó þurfa textarnir að vera á íslensku. Vegleg peningaverðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Skilafrestur er til miðnættis þriðjudaginn 16. nóvember á netfangið ungskald@akureyri.is

3) Ritlistakvöld Ungskálda

Þriðjudagskvöldið 7. desember kl. 20:00 verður kaffihúsakvöld Ungskálda á Ketilkaffi í Listasafninu

4) Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda

Fimmtudaginn 9. desember kl. 17:00 tilkynnir dómnefnd úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2021 á Amtsbókasafninu

 Síðast en ekki síst er vert að vekja athygli á því að sýningin Orð unga fólksins er á Glerártorgi til 25. október nk. Á sýningunni eru verk sem hafa unnið til 1. verðlauna í Ungskáldasamkeppninni frá upphafi.

Nánari upplýsingar má finna hér á vefsvæði Ungskálda.