- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Umferð á heimasíðu Hugins hefur dregist saman undanfarin ár með tilkomu annarra upplýsingamiðla. Stjórn skólafélagsins hyggst nú snúa vörn í sókn og gera heimasíðuna aftur að lifandi vettvangi fyrir nemendur og aðra sem vilja nýta sér þjónustuna sem þar er í boði. Sem umsjónarmenn síðunnar bera þeir Elvar Björn Ólafsson og Kjartan Valur Birgisson hitann og þungann af þeirri vinnu. Til stendur að uppfæra síðuna á yfirstandandi skólaári en nú þegar má sjá handbragð nýrrar stjórnar. Stjórnin leggur áherslu á varðveislu upplýsinga sem heimasíðan geymir um skólastarf fyrri ára, t.a.m. um kosningar, og enn fremur að þær verði aðgengilegar öllum þeim sem áhuga hafa á. Elvar Björn og Kjartan Valur skrifa svo um uppfærslu heimasíðunnar á huginnma.is:
Núverandi stjórn tók eftir ákveðinni vanrækslu á vefsíðu félagsins. Við teljum vefinn mikilvægt tól til þess að miðla upplýsingum um spennandi viðburði og kosningar og því ákváðum við að taka okkur á. Vefsíðan var að okkar mati orðin úrelt en þessi breyting ætti að lífga hana við ásamt því að auðvelda komandi stjórnum að halda henni uppfærðri.