Vonandi geta allir komið í skólann í ágúst.
Vonandi geta allir komið í skólann í ágúst.

Undirbúningur fyrir skólabyrjun og starfið á haustönn er þegar hafinn. Skrifstofa skólans opnar þó ekki formlega fyrr en mánudaginn 10. ágúst en hægt er að hafa samband við skólann á netfanginu ma@ma.is eða í síma 824-1552.

Upphaf haustannar tekur að sjálfsögðu mið af þeim takmörkunum sem í gildi verða vegna COVID. Almannavarnir stefna að því að birta frekari upplýsingar um samkomutakmarkanir þann 13. ágúst og í framhaldi af því verða birtar upplýsingar á heimasíðu og facebooksíðu skólans hvernig skólabyrjuninni verður háttað.