Þriðjudaginn 26.mars verður upplýsingafundur fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1.bekk frá kl. 16:30 – 17:30 í stofu M01.

Brautarstjórar fjalla um námið, s.s. val og miðannarmat og fagstjóri í stærðfræði ræðir um stærðfræðinám og kennslu í 1. bekk.

Umsjónarkennarar verða í kennslustofum og hitta foreldra/forráðamenn umsjónarnemenda sinna að lokinni dagskrá í M01 og námsráðgjafar og stjórnendur verða til viðtals. Heitt verður á könnunni.

Forráðamönnum hefur verið sent fréttabréf vorannar, en einnig er hægt að nálgast það hér.