Allir nemendur og forráðamenn ólögráða nemenda fá þetta bréf frá Almannavarnadeild sent í tölvupósti í dag. English. Polish

Skólinn fylgist vel með öllum upplýsingum um Covid-19 og mun upplýsa nemendur, forráðamenn og starfsfólk eins fljótt og hægt er ef eitthvað breytist innan skólans. 

Við hvetjum nemendur til að mæta í skólann og sinna náminu eins vel og þeir hafa gert hingað til. Ef nemendur finna til flensueinkenna þá hvetjum við þá til að vera heima og skrá forföll í Innu. Nemendur eldri en 18 ára geta nú sjálfir skráð veikindaforföll í Innu án þess að skila vottorði. Nemendur eru hvattir til að sinna námi eins vel og hægt er þrátt fyrir veikindi. 

Ef kemur til lokunar skóla verður reynt að halda uppi rafrænni kennslu eða aðstoð við nám gegnum Moodle, OneNote og aðra miðla eftir því sem kostur er svo nemendur geti sinnt námi sínu heiman frá.

Handspritt er aðgengilegt í anddyri og á göngum. 

Minnt er á vef landlæknis, en þar er að finna greinargóðar upplýsingar um Covid-19.