Nemendur fengu grillaðar pylsur og kalda drykki í tilefni dagsins
Nemendur fengu grillaðar pylsur og kalda drykki í tilefni dagsins

Mikið var um dýrðir á skólalóðinni í dag þegar Muninn kom út. Ritstjórnin stóð fyrir sérstöku útgáfuhófi í hádeginu þar sem nemendur fengu nýprentað skólablaðið í hendur. Boðið var upp á grillaðar pylsur og kalda drykki undir geislum sólar og taktföstum tónum. Nemendur komu í hópum í samræmi við sóttvarnarreglur og virtust fagna kærkominni samveru undir berum himni.

Seinna á árinu verða liðin 94 ár frá því að útgáfa Munins hófst. Fyrsta tölublaðið kom út 29. október árið 1927.