Við skólaslit upplýsti Lauey Árnadóttir fulltrúi 25 ára stúdenta um úthlutanir úr Uglusjóði þetta árið.

Í stjórn sjóðsins sátu Anna Sigríður Davíðsdóttir fyrir hönd starfsmanna MA, Una Magnea Stefánsdóttir forseti Hagsmunaráðs, Marsilía Dröfn Sigurðardóttir fjármálastjóri MA og Hafdís Inga Haraldsdóttir fulltrúi 25 ára stúdenta 2018.

Staða sjóðsins var góð, rúmlega 6 milljónir og því ljóst að heimild væri til að úthluta um þremur milljónum. Að þessu sinni bárust 18 umsóknir og þrátt fyrir góða stöðu sjóðsins ekki hægt að verða við þeim öllum. Alls var úthlutað tæplega 2,7 milljónum króna.

  1. Muninn fær styrk til tækjakaupa.
  2. ÍMA fær styrk til að kaupa bandýkylfur.
  3. Bjarni Guðmundsson fær styrk til að þýða veggspjöld í forvarnarfræðslu.
  4. Brynja Finnsdóttir fær styrk til að kaupa sýndarveruleikagleraugu.
  5. Skólafélagið Huginn fær styrk til að bæta aðstöðu undirfélaga.
  6. LMA fær styrk til að halda spunanámskeið.
  7. Þórhildur Björnsdóttir fær styrk vegna ferða og leigu á útbúnaði í útilífsáfanga.
  8. Kristinn Berg Gunnarsson, Geir Hólmarsson og Linda S. Magnúsdóttir fá styrk til að þróa samstarf sögu, félagsfræði og sálfræði.
  9. Femínistafélag MA fær styrk til að fá fyrirlesara.
  10. Anna Eyfjörð fær styrk fyrir hönd tungumálakennara til að kaupa aðgang að heimasíðu þar sem vinna má með tungumál í sýndarveruleika.
  11. Sigríður Steinbjörnsdóttir fær styrk til að þróa námsefni í ljóðaáfanga í íslensku.
  12. Bjarni Jónasson fær styrk til að þróa námsefni í heimspeki.