Þann 17. júní 2009 stofnuðu 25 ára stúdentar, sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri 1984, Ugluna, sem er hollvinasjóður MA.

Hlutverk sjóðins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri.  Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur mál tengd skólastarfinu.

Við brautskráningu hvert ár tilkynnir fulltrúi 25 ára stúdenta um úthlutanir úr sjóðnum. 

Í stjórn sjóðsins í ár sátu Jóhann Sigursteinn Björnsson fyrir hönd starfsmanna MA, Marey Dóróthea Maronsd. Olsen forseti Hagsmunaráðs, Ragnar Hólm fjármálastjóri MA og Héðinn Jónsson fulltrúi 25 ára stúdenta 2023.

Eftirtalin verkefni fengu styrk fyrir skólaárið 2023-2024:

  • Muninn: Húsgögn í Muninskompu
  • Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir: Leiktæki á Meistaravelli.
  • Krista Sól Guðjónsdóttir f.h. Hugins: Afþreying fyrir nemendur í Kvos eða á öðrum stöðum í skólanum.
  • Krista Sól Guðjónsdóttir f.h. Hugins: Skjávarpi í Kvos.
  • Tómas Óli Ingvarsson f.h. Hugins: Kaup á dróna.
  • Daníel Hrafn Ingvarsson f.h. TóMA: Kaup á bassamagnara, trommuskinnum og sviðsmónitorum.
  • Klaudia Magdalena Kozuch f.h. PríMA: Kaup á hátalara.
  • Magnús Máni Sigurgeirsson f.h. Hugins: Kaup á ljósabúnaði á Iðavelli og hátölurum.
  • Vala Fannell: Búnaður fyrir sviðslistabraut.
  • Ingunn Elísabet Hreinsdóttir: Námsefnis- og áfangagerð á sviðslistabraut.
  • Anna Eyfjörð Eiríksdóttir: Kaup á þrívíddarprentara.
  • Þórhildur Björnsdóttir, Ingvar Þór Jónsson og Valdís Björk Þorsteinsdóttir: Kostnaður við að stilla stjörnukíki og kennsla fyrir kennara.
  • Tryggvi Kristjánsson: Kostnaður við námskeiðið „Að byggja upp hugsandi kennslurými (e. Thinking classroom) í stærðfræði á framhaldsskólastigi.“