Valgreinar 2018-2019
Valgreinar 2018-2019

Undirbúningur að vali nemenda fyrir næsta skólaár er nú í fullum gangi. Brautastjórar munu ganga í bekki í vikunni og kynna þær valgreinar sem verða í boði skólaárið 2018-2019.

Frjálst val gefur nemendum tækifæri til þess að víkka eða dýpka þekkingu sína á ýmsum sviðum. Hægt er að velja námsgreinar sem kenndar eru á öðrum námsbrautum skólans eða bæta við áföngum í þeim greinum sem kenndar eru á eigin braut. Af þessum sökum hafa sumir áfangar undanfara en aðrir ekki.  Mikilvægt er að nemendur kynni sér kröfur um undanfara áður en þeir velja áfanga.

Valgreinar fyrir skólaárið 2018-2019

Hér fyrir neðan má líta valblöð fyrir alla bekki sem nauðsynlegt er að hafa til hliðsjónar þegar val er skráð í Innu.

Ítarleg valkynning verður í 2. bekk, þar sem valið er umfangsmest, miðvikudaginn 28. febrúar. Þar munu kennarar, brautastjórar og náms- og starfsráðgjafar, sitja fyrir svörum og veita nemendum ráðgjöf um val á námi. Skráning á vali fer fram í Innu og í valgreinabæklingi er að finna leiðbeiningar þar að lútandi. Vísir að samstarfi MA og VMA um valáfanga hófst nú á vorönn og heldur áfram á næsta skólaári þar sem nemendur MA munu geta valið t.d. listgreina- og viðskiptagreinaáfanga í VMA og nemendum VMA stendur til boða að taka nokkra áfanga í MA, aðallega í raungreinum.

 

Nánari upplýsingar er að finna á síðunni Valgreinar hér á vef MA.