Róbert Tumi dúx skólans
Róbert Tumi dúx skólans

 Við brautskráningu 17. júní voru að venju veitt verðlaun fyrir sérlega góðan námsárangur. 

Róbert Tumi Guðmundsson  er dúx Menntaskólans á Akureyri með meðaleinkunnina 9,85 og fékk gulluglu í gjöf frá skólanum. Hann fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, efnafræði, íslensku og stærðfræði á stúdentsprófi. Hann fékk einnig Stjörnu-Odda verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í stjörnufræði. Róbert hlýtur líka Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hann fékk skólagjöld niðurfelld fyrstu önnina kjósi hann að hefja nám við HR. Róbert Tumi var líka hæstur í 3. bekk með meðaleinkunnina 10 í vetur!

Óðinn Andrason er semídúx skólans og brautskráðist með ágætiseinkunnina 9,8. Hann fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði og stærðfræði á stúdentsprófi, ásamt verðlaunum úr Hjaltalínssjóði fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og ensku á stúdentsprófi.

Antonía Huld Ketilsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur í félagsfræði á stúdentsprófi.

Aron Snær Eggertsson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í þýsku á stúdentsprófi.

Birta María Eiríksdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í heilsu- og lífstílsáföngum.

Elísa Þóreyjardóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í frönsku á stúdentsprófi. Elísa var forseti skólafélagsins í vetur og fékk gjöf frá skólanum fyrir trausta forystu og stjórn í félagsmálum.

Hildur Lilja Jónsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í heimspeki á stúdentsprófi og fékk einnig Hvatningarverðlaun MA sem voru nú veitt í fyrsta sinn tveimur nemendum;  „Hvatningarverðlaun MA hlýtur nemandi sem hefur jákvætt viðhorf til náms, skólans og nemenda og hefur jákvæð áhrif á samfélagið í kringum sig.“ 

Hildur Þóra Þórsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði á stúdentsprófi.

Ingi Hrannar-Pálmason fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði á stúdentsprófi.

Kári Hólmgrímsson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og eðlisfræði á stúdentsprófi. Kári brautskráist með ágætiseinkunnina 9,55.

Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í frönsku og ensku á stúdentsprófi. Malín brautskráist með ágætiseinkunnina 9,05.

Nour María Naser fékk verðlaun fyrir framúrskarandi áhuga, metnað og einstaklega miklar framfarir í íslensku á stúdentsprófi

Ólafur Pétur Eyþórsson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í líffræði á stúdentsprófi.

Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir er hinn nemandinn sem hlýtur nýju Hvatningarverðlaun MA, „Hvatningarverðlaun MA hlýtur nemandi sem hefur jákvætt viðhorf til náms, skólans og nemenda og hefur jákvæð áhrif á samfélagið í kringum sig.“ 

Sóley Úa Pálsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði á stúdentsprófi. Hún fékk einning Menntaverðlaun Háskóla Íslands. HÍ veitir þau nemanda sem sem sýnt hefur framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og átt mikilvægt framlag til skólafélagsins. Hún fékk niðurfelld skólagjöld fyrstu önnina kjósi hún að hefja nám við Háskóla Íslands. Sóley brautskráist með ágætiseinkunnina 9.19

Þorgerður Una Ólafsdóttir fékk viðurkenningu fyrir óaðfinnanlega skólasókn allar annir sínar í skólanum.

Þóra Karen Þórleifsdóttir fékk verðlaun frá Brynleifssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu á stúdentsprófi. Þóra brautskráist með ágætiseinkunnina 9,19.

Hugrún Lilja Pétursdóttir, Jóhanna Snæbjörnsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Sigrún Reem Abed fengu blóm fyrir tónlistarflutning við athöfnina.

Efstu nemendur í yngri bekkjum voru Max Forster 1.U með 9,9 og María Björk Friðriksdóttir 2.T með 9,7.

Skólinn óskar öllum verðlaunahöfum og nemendum innilega til hamingju með árangurinn og áfangann.