Nemendur okkar hafa staðið sig vel í þýskukeppnum í vetur. 
Þær Anna Mary Yngvadóttir, Álfhildur Helga Ingólfsdóttir, Katrín Día Gunnlaugsdóttir og Sólveig María Marteinsdóttir í 2.A tóku þátt í stuttmyndakeppni Félags þýzkukennara á dögunum með myndina “Doppeledate” og urðu í 2.-3. sæti ásamt MR-ingum. Þær gátu ekki verið viðstaddar verðlaunaafhendingu í höfuðborginni á föstudag en gáfu sér tíma til myndatöku á síðasta prófdegi fyrir framan Gamla skóla. MA sendir þeim hamingjuóskir.

Harpa Sveinsdóttir