Vetur konungur kom við
Vetur konungur kom við

Veturinn hefur svo sannarlega lagst yfir hér á Akureyri og víða um land með öllu tilheyrandi. Allt verður einhvern veginn svo bjart og fallegt núna mitt í skammdeginu og um að gera að anda fegurðinni að sér og njóta. Eitt af því sem allur þessi snjór gerir er að hann hægir á öllu. Bílar komast illa ferðar sinnar og hægt gengur að klofa snjóinn. En þá er líka galdurinn að leyfa sjálfum sér að hægja á enda liggur ekkert á. Fólk fer kannski aðeins fyrr á fætur, klæðir sig almennilega og klofar snjóinn á leið til vinnu og andar að sér heilnæmu loftinu og kyrrðinni með þessari bestu líkamsrækt sem hægt er að fá. Þegar til vinnu er komið eru líkami og sál í sínu besta jafnvægi til að takast á við verkefni dagsins. Í lok vinnudagsins fær maður svo aftur að njóta alls þessa á heimleiðinni og hugsar, kannski ætti maður að setjast niður með góða bók á eftir og fá sér mjólk og kannski piparköku með.

Njótið daganna.