FERðalangarnir.
FERðalangarnir.

Nemendur í ferðamálaáfanga FER lögðu í gærkvöld af stað til Keflavíkur og fljúga þaðan til borga sem þeir hafa aldrei áður heimsótt.

Í Leifsstöð komust þeir að því hvert þeir væru að fara og hverjir yrðu saman í hóp, en undanfarið hafa krakkarnir unnið að undirbúningi ferðar, hver til sinnar borgar. Þeir sem unnu að borgunum Kraká, Búdapest, Gdansk, Varsjá, Bratislava og Prag eru hins vegar í þeirri stöðu að vera forsprakkar í sínum hópi. Og fyrir dyrum stendur að kynna sér borgina með leiðsögn undirbúningsritgerðarinnar, sem fjallar um það helsta sem segja má um borgina. Þá verður ferðin skráð á myndband ásamt viðtölum við þarlenda og að lokum eftir heimferðina gerð kynningarmynd um hverja borg.

Þetta er alltaf spennandi og við óskum ferðalöngunum alls hins besta.