Hin árlega tónlistarkeppni Viðarstaukur fer fram fimmtudaginn 10. október í Kvosinni
Hin árlega tónlistarkeppni Viðarstaukur fer fram fimmtudaginn 10. október í Kvosinni

TóMA, Tónlistarfélag MA, stendur fyrir hinni árlegu tónlistarkeppni Viðarstaukur fimmtudaginn 10. október í Kvosinni. Keppnin sem hefst kl. 20:00 er öllum opin. Hvert atriði þarf þó að innihalda að lágmarki einn nemanda við skólann.

Samkvæmt fésbókarsíðu TóMA eiga gestir von á góðu á fimmtudagskvöldið. Forsvarsmenn keppninnar lofa notalegri stemningu og þá verða flatbökur á boðstólnum. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem sigurvegari keppninnar fær að spila á árshátíð MA í nóvember.

Til að skrá sig skal senda póst á toma@ma.is þar sem koma skal fram nafn og bekkur allra þátttakenda, hljóðfæri sem spilað verður á ásamt búnaði (magnarar o.s.frv.). Ef þig vantar undirleikara getum við aðstoðað. Einnig viljum við ítreka að að þetta er ekki bara söngkeppni, öll möguleg tónlistaratriði eru velkomin!