Á bókasafninu má líta nokkurs konar innsetningu sem starfsfólk bókasafnsins, þær Brynhildur Frímannsdóttir og Guðný Björg Bjarnadóttir, og Hildur Hauksdóttir fagstjóri í ensku sáu um. Að sögn Hildar er hún til að vekja athygli á því að á síðastliðnum árum hafa ýmis öfl reynt að stýra í auknum mæli hvað fólk les, sérstaklega ungt fólk. Það birtist helst þannig að:

  • bækur eru markvisst fjarlægðar úr hillum skólabókasafna
  • bækur eru fjarlægðar af leslistum í skólum
  • varað við lestri ákveðinna bóka
  • bækur eru bannaðar

lesa kveikir alls konar
hugmyndir og sýnir okkur inn í heima sem við annars vissum lítið um. Einkunnarorð MA eru ábyrgð, virðing og víðsýni. Við fögnum lífinu, fjölbreytileikanum og hinu prentaða orði. Kynntu þér málið og lestu hættulegar bækur!

Dæmi um slíkar hættulegar bækur sem til eru í MA:

Dear Martin eftir Nic Stone (lögregluofbeldi)

The Perks of being Wallflower e. Stephen Chbovsky (eiturlyfjaneysla og hópþrýstingur)

The Handmaid‘s Tale eftir Margret Atwood (gróft orðbragð og kynferðisofbeldi)

Beloved eftir Toni Morrison (ofbeldi og átök milli kynþátta)

1984 eftir George Orwell (gróft orðbragð og umdeildar pólitískar skoðanir)