Félag þýskukennara stendur fyrir stuttmyndakeppni meðal þýskunemenda í framhaldsskólum. 

Tilkynna þarf þátttöku til þýskukennara fyrir 1. mars og skilafrestur á mynd er til 31. mars. Æskileg lengd á mynd er 3 mínútur og hámarkslengd 4 mínútur. Talið á að vera á þýsku og gjarnan þýskur texti. Efnistök eru frjáls en æskilegt að stuttmyndin segi heildstæða sögu. Peninga- og bókaverðlaun eru veitt fyrir bestu myndirnar. 

Hægt er fá allar upplýsingar hjá Rannveigu þýskukennara, rannveig@ma.is.