Anita Ósk Ragnarsdóttir
Anita Ósk Ragnarsdóttir

Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.

Góðan daginn, ég heiti Anita Ósk Ragnarsdóttir og er í 3.I

Eftir að samkomubannið skall á, varð á sama tíma miklar breytingar í námsferli MA-inga. Þar sem að við þurfum að viðhalda náminu heima við, án þess að upplifa kennslustundir. Mér finnst þetta þægilegt. Ég get skipulagt mig sjálf og ákveðið hvar og hvenær ég sinni ákveðnum verkefnum þar sem að námið mitt er alfarið í mínum eigin höndum. Kennararnir hafa verið rosalega duglegir að svara tölvupóstum um hluti sem eru óljósir sem gerir námið töluvert auðveldara fyrir okkur.

Það sem er mest truflandi við þessar nýju stundir er óvissan. Við í þriðja bekk vitum ekki hvort við fáum að upplifa hefðirnar sem einkenna upplifun útskriftarnemenda í MA. Við vitum ekki hvort við fáum að fara í útskriftarferðina, hvort við fáum dimmisjó, sparifatakaffi, eða bara útskriftarathöfn.

Þetta er allt rosalega óvíst en eins og er, er bara hægt að hugsa jákvætt og fara eftir fyrirmælum.