Ritstjórn Munins fagnar útgáfu vorblaðsins
Ritstjórn Munins fagnar útgáfu vorblaðsins

Vorblað Munins er komið út. Ritstjórnin hélt sínu striki þrátt fyrir skólalokun og gaf út blaðið í vikunni. Sú hefð hefur skapast að hafa útgáfuhóf í löngu frímínútum, sem lengjast venjulega í tilefni dagsins enda eru allir niðursokknir í lestur blaðsins. Að þessu sinni þurfti að hafa annan hátt á. Ritstjórnin efndi til ,,drive-through" útgáfuhófs á bílastæði MA, afhenti blaðið og bauð upp á kók og prins póló. Að þeirra sögn var eiginlega skemmtilegra að gefa blaðið út, úti í góða veðrinu. Þeir sem ekki sóttu blaðið á útgáfudeginum geta sótt það í Kvosina næstu daga en einnig býðst ritstjórnin til að senda það til þeirra sem  eiga heima úti á landi og geta ekki skroppið til Akureyrar.