Ritstjórn Munins 2021-2022
Ritstjórn Munins 2021-2022

Vorblað skólablaðsins Munins kom út í gær. Muninn hefur undanfarin ár komið út þrisvar á ári, eitt blað að hausti helgað nýnemum og síðan stærri blöð í lok hvorrar annar. Það er alltaf skemmtileg stemning þegar blaðið kemur út, útgáfunni fagnað með veitingum eða einhverju húllum hæi og allsstaðar sitja nemendur niðursokkin í lestur. Ritstjórn Munins var í ár einvörðungu skipuð stúlkum en ný ritstjórn er kosin í vikunni. Ritstjóri var Hugrún Eva Helgadóttir og með henni í stjórn voru Dögun Hallsdóttir, Sunna Sif Friðriksdóttir, Malín Marta Eyfjörð, Molly Mitchell og Þóra Karen Þorleifsdóttir. Til hamingju með útgáfuna.