- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Vorblað Munins kom út 30. apríl. Útgáfuhófið var haldið utandyra í blíðviðrinu og öllum boðið upp á grillaðar pylsur. Muninn kemur út þrisvar á skólaárinu og er vorblaðið yfirleitt sýnu veglegast. Fjölbreytt efni er í blaðinu; þar eru t.d. viðtöl við tvær hljómsveitir í skólanum, Skandal og Melodi; þeirri spurningu velt upp hvort Kvosin sé dáin og hvaða fög ætti að kenna í skólanum. Ýmislegt tengist brautskráningunni, s.s. hvers þriðju bekkingar muni sakna úr MA og hvernig best sé að haga sér 17. júní svo eitthvað sé nefnt.
Á myndinni er ritstjórn Munins á útgáfudeginum; Íris Magnúsdóttir 3.T, Úlfhildur Embla 3.A, Elísabet Nótt 2.AF, Emma Ægisdóttir 3.V, Rakel Rán 3.A, Kristín Emma 3.A, Þórný Harpa 3.S og Kjartan Valur 2.Z.