Forma 
Fundargerð 7. september 2017 kl 17:00 í Mennaskólanum.

Mættir: Þórleifur, Heimir, Guðrún Dóra, Ásgrímur, Gunnar og Inda

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar á þessu starfsári.

Stjórn FORMA skipa

 • Ásgrímur Örn Hallgrímsson varaformaður
 • Bryndís Inda Stefánsdóttir ritari
 • Guðrún Dóra Clarke fulltrúi í skólanefnd
 • Gunnar Ómarsson gjaldkeri
 • Ragnheiður Baldursdóttir
 • Sólrún Stefánsdóttir
 • Þórleifur Stefán Björnsson formaður

Sem fyrr situr Heimir Haraldsson námsráðgjafi fundina.

 1. Skipað í hlutverk stjórnar. Þórleifur – formaður, Ásgrímr – varaformaður, Inda – ritari, Gunnar – gjaldkeri og Guðrún Dóra í skólanefnd.
 2. Starf gjaldkera rætt. Félagið á einhvern pening en innkoman er engin. Áhugi á að fá einhverja fræðslu fyrir nemendur eða foreldra, fá jafnvel fleiri foreldrafélög eða samtök á Akureyri með til að dreifa kostnaði. Heimir ætlar að heyra í sínu samstarfsfólki varðandi þetta.
 3. Heimir sagði okkur frá skipulagi nýnemadags sem kemur í stað skálaferða síðustu ára.
 4. Farið yfir samkomulag milli FORMA og stjórnar Hugins sem endurskoðað var í fyrra. Engar athugasemdir gerðar. Eftir á að bera það undir stjórn Hugins.
 5. Foreldrarölt sem FORMA tók þátt í ásamt fleiri foreldrafélögum í bænum síðasta vetrar rætt lítilega. Ekki er vitað hvort framhald verður á þessu verkefni. Sá misskilningur virðist hafa verið hjá einhverjum nemendum skólans að þetta framtak væri að frumkvæði FORMA og að félagið hafi gert sitt til að reyna að eyðileggja félagslif nemenda! Þeir sem standa að foreldraröltinu eru  Samtaka – samtök foreldrafélaga, Rósenborg, skóladeild og lögreglan.

Næsti fundur fimmtudaginn 12. október kl. 17.00.

Fundi slitið kl 18:00