Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: DANS2AA05 

Fyrir: Allar brautir
Námsmat: Símatsáfangi með munnlegum og skriflegum verkefnum
Annað: Áfanginn telst til sérgreina brauta á mála- og menningarbraut

Meginmarkmið áfangans er að nemendur lesi sér til gagns og ánægju danskar bókmenntir en einnig er í boði að hluti námsefnis sé að horfa á danskar kvikmyndir. Áfanginn er einstaklingsmiðaður þar sem nemendur velja alfarið það sem þeir vinna með í samráði við kennara. Hann hentar því vel nemendum sem langar að dýpka dönskukunnáttu sína og öðlast meiri færni í lestri, töluðu og rituðu máli.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi lestrar
  • að bókmenntir og kvikmyndir séu spegill samfélaga og sýni fjölbreytileika þeirra
  • því tímabili sem verkin spanna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa á milli línanna og túlka innihald
  • fjalla um bókmenntir og kvikmyndir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • dýpka og auka lesskilning sinn á bókmenntum af ýmsu tagi og verða þar með færari lesandi
  • auka og bæta við orðaforða sinn og málskilning
  • dýpka skilning sinn á fjölbreyttum samfélögum og margbreytileika fólks í gegnum skáldskap
  • tjá sig um bókmenntir/kvikmyndir og gera grein fyrir máli sínu með rökum