- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Hér gefst nemendum tækifæri til þess að undirbúa sig markvisst og skipulega fyrir háskólanám hérlendis og erlendis. Tveir megin þættir liggja áfanganum til grundvallar. Annars vegar er lögð áhersla á að nemendur komi sér upp árangursríkri námstækni við að lesa fræðigreinar og vinna með þær. Hins vegar er til umfjöllunar allt það sem fylgir því að hefja háskólanám erlendis s.s. eins og ferilskrá á ensku, ritun kynningarbréfs, hvernig umsókn um erlenda háskóla er háttað, ensk stöðupróf eins og TOEFL eru skoðuð sem og önnur hagnýt atriði. Gestir heimsækja áfangann og kynna möguleika á námi erlendis sem og skiptinámi. Einnig fáum til okkar eldri nemendur sem hafa reynslu af námi utan landsteinanna.
Fyrir: Allar brautir
Námsmat: Áfanginn byggir á símati, ekkert lokapróf.
Annað: Áfanginn telst til sérgreina mála- og menningarbrautar
Menntaskólinn á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri
Kt. 460269-5129
Skrifstofutími
Mán - fim 08:00 - 16:00
Föstud 08:00 - 14:00
Lokað í hádeginu 12:00 - 13:00
Lokað um helgar
Ritstjórn: Brynjar K. Óttarsson, Eyrún Huld Haraldsdóttir og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir