Í áfanganum fá nemendur kynningu á kynjafræði, jafnréttisbaráttu innanlands sem utan og helstu hugtökum og kenningum sem tengjast femínisma og kynjakerfinu. Nemendur fá innsýn í margbreytileika mannlífsins og þjálfast í að skoða heiminn í gegnum kynjagleraugun. Fjallað verður um sögu jafnréttisbaráttunnar, hinseginfræði, fjölmiðla, ofbeldi, karlmennsku, vinnumarkaðinn, stjórnkerfið o.fl. þætti samfélagsins út frá kyni. Nemendur munu m.a. rýna í fjölmiðla, bækur og kvikmyndir og leysa verkefni þar sem hugtök kynjafræðinnar eru nýtt til að rýna í þeirra persónulega líf.

Forkröfur: LÆSI2ME10
Fyrir: Allar brautir nema félagsgreinabraut þar sem áfanginn er í kjarna
Námsmat: 50% lokapróf og tvö verkefni yfir önnina
Námsefni: Kynjafræði fyrir byrjendur og efni frá kennara
Annað: Áfanginn telst ekki til sérgreina brauta