1. Fundur 15. september 2016 kl: 16:30

Mættir á fundinn og hlutverka skipting:

Formaður Ingunn Snædal,

Gjaldkeri: Bryndís Indiana Stefánsdóttir

Ritari: Ingibjörg Guðmundsdóttir

Fulltrúi á skólaráðsfundum: Jóhanna Norðfjörð

Aðrir í stjórn: Þórleifur Stefán Björnsson, Ásgrímur Örn Haraldsson og Guðrún Sigurbjörnsdóttir. Auk þeirra sat Heimir námsráðgjafi fundinn. Gert er ráð fyrir að funda mánaðarlega, næst 13. október kl 17:00.

Skálaferð nýnema: Hólavatn er laust og þar er allt klárt fyrir hópinn. Gjald á mann er 2000 kr. Lögð er áhersla á að bæta umgegni. Rútuferð fram og til baka kostar 1000 kr. Hópefli verður í höndum Önnu Richardsdóttur. Hún kemur frá Símey. Það kostar um 1500 kr. á mann. Nemendur borga 2000 kr. fyrir morgunmat, kaffi og kvöldmat. Heimir mun sjá um að innheita í ferðina og ganga öðru varðandi ferðina.

Stjórn nemendafélags M.A. kom á fundinn og ræddi um samkomulag um skemmtanahald sem var gert milli nemendaráðs og foreldrafélagsins í fyrra. Nemendaráðið lagði til að samningurinn yrði endurnýjaður. Stjórnin mun sjá að kynna samninginn fyrir nemendum. Snarpar umræður voru um samninginn. Heimir ætlar að ræða við nemendaráðið um samninginn um að leitast sé við að fylgja honum og að skemmtanir séu áfengis og vímuefnalausar.

Umræða um kostnað vegna bókakaupa.

Innsent bréf þar sem bent var á hækkun á bókakaupum nemenda, sérstaklega einstök bók. Ekki liggur fyrir hvort þetta sé almenn skoðun foreldra. Ætlum að skoða málið betur.

Á fundinum kom fram langur skóladagur nýnema eftir breytingar á skólahaldi í M.A. Skólinn er að skoða allar breytingarnar. Við munum fylgjast með þessu áfram .

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl 17:50.

Ritari fundargerðar: Ingibjörg Guðmundsdóttir