2. fundur stjórnar ForMA skálaárið 2016-2017

Haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 17:00 í Meistarastofu.

Mætt voru: Ingunn Kristjana Snædal, Bryndís Indiana Stefánsdóttir, Ásgrímur Örn Hallgrímsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Ólafía Kristín Norðfjörð (nemandi frá HÍ í starfsþjálfun hjá Heimi námsráðgjafa) og Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi.

1.       Erindi frá foreldri þar sem partýhald 4.bekkjar fyrir nýnema var rætt. Gestur undir þessum lið var Jón Már Héðinsson skólameistari. Jón Már fór yfir það hvernig móttaka nýnema hafði breyst í gegnum árin og hvernig skólinn hefði í samstarfi við nemendur minnkaði vægi svokallaðra „busunar“ með það fyrir augum að auka gæðin í móttöku nýnema.

Skólinn fyrirhugar að stofna vinnuhóp varðandi móttöku nýnema og öllu sem lýtur að því að taka vel á móti nýnemum og gera skólann ábyrgari fyrir móttöku nýnema. Í þennan vinnuhóp á skipa fulltrúa frá starfsfólki MA, fulltrúa frá ForMA sem og fulltrúa nemenda.

ForMA þakkir Jóni fyrir koma á fundinn og ræða þessi mál.

2.       Ingunn sagði frá fundi sem hún fór á varðandi foreldrarölt á Akureyri. Foreldrum í MA hefur verið úthlutað dögum á skólaárinu sem þarf að manna og verður fyrirkomulag varðandi það rætt á næsta fundi.

Þar með er efni fundar upptalið. Næsti fundur verður fimmtudaginn 10. nóv. kl. 17:00 í Gamla skóla. Fundargerð ritaði Heimir Haraldsson