Fundargerð ForMA 9. febrúar 2017.

Mættir: Heimir, Ingunn Snædal, Inda, Þorleifur og Ásgrímur

Umræða um breytingu á námskrá úr 210 einingum í 200 einingar.

Ingunn sagði frá skólanefndarfundi þar sem m.a. var rædd tilfærsla á skólaárinu en skóli hefst 31. ágúst á næsta skólaári.

Heimir sagði frá því hvernig niðurstaða prófa hefðu komið út í 1. og 2. bekk.

Þar sem Menntaskólinn á Akureyri er í samstarfi við VMA og alla grunnskóla á Akureyri varðandi foreldrarölt var minnst á það og hvort einhverjir foreldrar hefðu boðið sig fram fyrir helgina 10. – 11. febrúar.

Næsti fundur ákveðinn 9. mars kl.17:00