Í boði fyrir: Allar brautir
Námsmat: Símat
Annað: Nemendur greiða efniskostnað sem reynt verður að halda í lágmarki.  Áfanginn telst til sérgreina kjörnámsbrautar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1

Í þessum áfanga verður farið í grunninn að ýmis konar handavinnu s.s. prjóni, hekli og saumum. Nemendur læra að taka upp snið og læra eða þjálfast í að sauma, prjóna og hekla. Lögð er áhersla á notkun skissubókar og hvar og hvernig við sækjum okkur hugmyndir. Markmiðið er að nemendur fylgi eftir hugmynd að fullunnu verki. Í samræðutímum verður fjallað um hönnun og list á breiðum grundvelli. Lögð er áhersla á að nemendur setji sér markmið og vinni sjálfstætt.

Áfanginn verður mótaður í samráði við nemendur svo að vinnu- og sköpunargleði hvers og eins fái notið sín.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnaðferðum í saumum, hekli og/eða prjóni
  • þeim áhöldum sem notuð eru í saumum, hekli og/eða prjóni
  • hvernig líkamsmál eru tekin
  • hvar hægt er að nálgast kennslumyndbönd á netinu
  • leiðum til að halda utan um hugmyndir sínar og úrvinnslu þeirra
  • þýðingu fjölbreyttar gagnasöfnunar við þróun hugmynda
  • hugsanaferlinu frá hugmynd til listrænnar sköpunar
  • eigin persónulegum leiðum við hugmyndavinnu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna ferlið frá hugmynd til afurðar
  • beita opinni og leitandi hugsun við þróun hugmynda
  • sjá skapandi möguleika í mistökum sem hann gerir
  • vanda vinnubrögð og frágang á verkefnum
  • taka snið út frá þeirri hugmynd sem unnið er með

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sjá tækifæri til að endurnýta efnivið og breyta honum til samræmis við eigin hugmyndir
  • nýta margvíslega möguleika við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda
  •  vinna hugmyndavinnu
  • rökstyðja eigin verk, taka gagnrýni og gagnrýna aðra á jákvæðan hátt
  • beita sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi í vinnubrögðum við framsetningu eigin hugmynda
  •  nýta upplýsingatækni við vinnu sína
  •  tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð