Hlustar þú á tónlist? Hvað ertu með í eyrunum? Í áfanganum verður litið á íslenska tónlistarsögu frá því um 1950 til nútímans. Hvernig hefur tónlistin þróast? Hvaðan koma áhrifin? Um hvað fjalla textarnir? Fjölbreytt verkefnavinna, m.a. textaskrif, tónlistarmyndbönd og fleira. Stefnt er að því að fá góða gesti úr tónlistarheiminum í heimsókn auk þess sem farið verður á tónleika. Ekkert lokapróf er í áfanganum.

Fyrir: Allar brautir
Forkröfur: Menningar- og náttúrulæsi
Námsefni: Efni frá kennara + miði á tónleika
Námsmat: Símat. Ekkert lokapróf
Annað: Áfanginn telst til sérgreina mála- og menningarbrautar