Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Fyrir: Allar brautir
Námsmat: Símat, ekkert lokapróf
Annað: Áfanginn telst ekki til sérgreina brauta

Viltu vita meira um kynlíf? Í áfanganum er lögð áhersla á umræður um kynlíf og allt sem því tengist. Samtal og fræðsla í senn. Samskipti allra kynja og mörk í samskiptum, kynferðisleg áreitni, getnaðarvarnir, klám, blæðingar, barneignir, kynsjúkdómar, kynheilbrigði, kynþroskaskeið, fóstureyðingar, ást, kynvitund, kyngervi, tilfinningar, samþykki, ábyrgð og svo framvegis. Við munum horfa á kynfræðslutengt efni, spjalla saman, lesa greinar og glugga í bækur sem tengjast kynlífi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hugtökum um líkamshluta og kynlíf
  • mikilvægi kynheilbrigðis 
  • algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum
  • mikilvægi þess að virða eigin og annarra mörk 
  • að sjónarhorn allra er jafn mikilvægt 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • taka þátt í umræðum um ólík viðfangsefni sem tengjast kynlífi
  • íhuga og skoða viðhorf sitt til kynlífs
  • leita sér upplýsinga um eigin líkama 
  • eiga samskipti við aðra sem einkennast af virðingu 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt 
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni 
  • láta skoðanir sínar í ljós án þess að dæma aðra 
  • vera meðvitaður um að kynferðisleg tjáning getur verið ólík