Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: LEIK1GR05

Áfanginn skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta hans fá nemendur að kynnast hvernig vinna eigi með forskrifaðan texta og í öðrum hluta skapa nemendur eigin senu sem byggist á á spunaaðferðum. Þriðji hluti áfangans snýr að samfélagsleikhúsi þar sem nemendur vinna með samfélagshóp í nærumhverfinu þar sem áhersla er lögð á valdeflingu. Nemendur öðlast ýmis verkfæri til að greina texta, skapa persónur og senur ásamt því að fá innsýn í verkfæri leikarans og kynnast meðal annars aðferðum Stanislavski.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • aðferðum Stanislavski
  • gildi góðs undirbúnings í persónusköpun
  • samfélagsleikhúsi
  • hugtakinu valdefling

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • að gefa uppbyggilega gagnrýni og að vinna í hóp
  • greina leikverk, senur og persónur
  • vinna að listsköpun með ólíkum samfélagshópi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • beita verkfærum leikarans bæði í spunavinnu og forskrifuðum senum
  • skapa senu sem byggð er á spunaaðferðum
  • tengja leiklist inn í samfélagið