Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Í áfanganum verður lögð áhersla á að læra raddbeitingu og æfa textaflutning af ýmsum toga. Farið verður í bundið mál sem og nútímatexta leikhússins en einnig ljóð, ræður og fyrirlestra. Kafað verður ofan í einlægnina og mikilvægi berskjöldunar. Farið verður í grunnlíffræði raddarinnar sem líffæri, umhirðu og raddheilbrigði. Heimsótt verða rými af ólíkum stærðum og gerðum og nemendur fá að læra hvernig ólík raddbeiting virkar í ólíkum rýmum. Áfanginn endar á lokaprófi þar sem lagt verður mat á raddbeitingu og textaflutning nemenda.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi túlkunar í framkomuröddinni sem líffæri og umhirðu hennar
  • margvíslegum aðferðum sem hægt er að beita í túlkun og tjáningu
  • eigin rödd, styrkleikum og veikleikum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • hita upp röddina og beita henni
  • nýta samhæfingu öndunar, líkamsstöðu og raddar í túlkun texta
  • túlka  bundinn sem og óbundinn texta á leiksviði
  • greina margvíslega texta til túlkunar og flutnings

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • flytja texta af margvíslegum toga á áhrifaríkan hátt
  • greina skilvirkt eigin raddbeitingu og annarra
  • auka áfram getu sína í raddbeitingu og framkomu enn frekar
  • útskýra þær ólíku aðferðir sem til eru til að tjá og túlka texta