Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LEIK3SA05

Í áfanganum verður fjallað um og farið í alla helstu verkferla leikstjórans. Þar má nefna greiningu handrita og persóna, skipulag æfinga og samvinnu við leikara og aðra listræna stjórnendur. Áhersla er lögð á mikilvægi heildarinnar, bæði á sviðinu og utan þess.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu undirstöðuatriðum í greiningu leikverka og persóna þeirra
  • ólíkum aðferðum við nálgun hugmynda og mismunandi verka
  • ábyrgð og hlutverki leikstjórans
  • skipulagi og undirbúningi æfingaferlisins
  • samvinnu við aðra listræna stjórnendur

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna senur út frá ólíkri aðferðafræði og nálgunum
  • beita faglegu tungumáli leikhússins á skilvirkan hátt
  • greina leikverk og persónur og taka sjálfstæðar ákvarðanir í sköpun sinni
  • vinna með leikurum og öðlast færni í að stuðla að því að hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta á faglegan og jákvæðan hátt skilað af sér heilstæðri sýningu í samvinnu við aðra
  • sameina ólík listform og hugmyndafræði í eina heild
  • rökstyðja listrænar ákvarðanir sínar
  • miðla á skilmerkilegan hátt hugmyndum sínum og sýn til samstarfsfélaga
  • greina frá helstum kenningum og aðferðum sem hann hefur tileinkað sér á faglegan og skýran hátt