Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Áfanginn er tvískiptur. Í fyrri hluta áfangans eru nemendum kynntar fjölbreyttar aðferðir í ritlist og hvernig þeir geta nýtt sér þær í eigin sköpun. Kenndar verða aðferðir til að örva hugmyndflug og sköpun út frá ólíkum kveikjum og færa yfir í ritað form. Nemendur fá þjálfun í þekkja og beita mismunandi aðferðum við skrif sín og setja saman texta af mismunandi lengd og á fjölbreyttu formi.

Í seinni hluta áfangans er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum hönnun búninga, leikmynda og lýsingar í leikhúsi. Einnig fá nemendur tækifæri til að skoða söfn og sýningar með áherslu á sjónræna upplifun. Nemendur fara í og fá heimsóknir frá leikmynda- og búninga, tæknihönnuðum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi tegundum ritsmíða.
  • ólíkum aðferðum sem hægt er að nýta í skrifum.
  • Kveikjum sem eru til staðar í okkar daglega lífi.
  • ferli hönnunar í leikhúsi, leikmynd, búningar og lýsing.
  • uppsetningu sýninga í söfnum. 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skrifa frá eigin brjósti leikrit, sögu og ljóð.
  • nýta sér kveikjur í textasmíði úr eigin lífi og samfélaginu.
  • afla sér heimilda um ákveðin leikverk til að vinna áfram að hönnun búninga, leikmynda og lýsingar í leikhúsi.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér ólík stílbrögð í skrifum sínum.
  • geta greint og lagt mat á eigin textavinnu sem og annarra á uppbyggilegan hátt.
  • skilja forsendur fyrir uppsetningu á sýningum í söfnum.  
  • skilja ferli hönnunar á leikmynd, búningum, lýsingu og hljóðmynd í leikhúsi.