- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í áfanganum er skoðuð menning þeirra norrænu manna á miðöldum sem í dag eru oftast kallaðir víkingar og birtingarmynd hennar í samtímamenningu okkar. Nemendur viða að sér þekkingu um uppruna þeirra, lifnaðarhætti og trúarhugmyndir. Til þess eru notaðar blandaðar aðferðir s.s. fornbókmenntir, fornminjar og sögulegar heimildir sem nemendur nota svo til að púsla saman í heildstæða mynd. Nemendur fá að kynnast því hvernig hugmyndir um víkinga hafa þróast gegnum aldirnar og hvernig þær hugmyndir hafa haft mótandi áhrif á 21. öldina. Farið er yfir hvernig þessi túlkun á menningarheimi víkinga endurspeglast í lífsskoðunum, bókum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist samtímans. Nemendur þjálfast í að vinna með frumheimildir úr ýmsum áttum, bera þær saman við birtingarmyndir víkinga í samtímanum og velta fyrir sér samspili sögulegra staðreynda og listrænnar eða skapandi útfærslu. Einnig fá nemendur sjálfir tækifæri til að reyna sig við að nota þessar aðferðir á skapandi hátt.
Fyrir: Allar brautir
Námsmat: Áfanginn er án lokaprófs og byggist námsmat upp á verkefnum og kynningum
Annað: Áfanginn telst til sérgreina brauta á félagsgreinabraut, kjörnámsbraut og mála- og menningarbraut
Menntaskólinn á Akureyri
Eyrarlandsvegi 28
600 Akureyri
Kt. 460269-5129
Skrifstofutími
Mán - fim 08:00 - 16:00
Föstud 08:00 - 14:00
Lokað í hádeginu 12:00 - 13:00
Lokað um helgar
Ritstjórn: Brynjar K. Óttarsson, Eyrún Huld Haraldsdóttir og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir