Dreymir þig um að stofna fyrirtæki eða ertu með hugmynd að vöru, hönnun, appi, þjónustu eða eitthvað allt annað sem þig langar að vinna með? Þessi valáfangi er fyrir nemendur sem vilja skapa eitthvað sjálf og vinna með eigin hugmyndir og ekki síst útfæra þær. Unnið verður með helstu hugtök og viðfangsefni er tengjast frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun, meðal annars vöruþróun, markaðssetningu, stefnumótun, hugmyndavinnu o.fl. Í áfanganum er lögð rík áhersla á að vera í samstarfi við utanaðkomandi aðila með reynslu af frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og fyrirtækjarekstri á ýmsan hátt, sem dæmi má nefna Drift EA sem aðstoðar fólk og fyrirtæki við að þróa hugmyndir sínar. Einnig verður farið í vettvangsheimsóknir í fyrirtæki og stofnanir. Áhersla er lögð á kennsluaðferðir sem efla sjálfstæð vinnubrögð, virka þátttöku nemenda, skapandi hugsun, efla frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði nemenda í námi.

Fyrir: Allar brautir
Námsmat: Áfanginn er próflaus og byggist námsmat á ýmsum verkefnum ásamt því að stofna fyrirtæki eða aðra þjónustu þar sem unnið er með hugmynd sem tengist frumkvöðlastarfsemi eða nýsköpun á einn eða annan hátt
Annað: Nemendur í áfanganum fá tækifæri til að taka þátt í keppninni „Ungir frumkvöðlar“. Áfanginn telst ekki til sérgreina brauta