Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar forkröfur

Helstu markmið áfangans eru að þjálfa nemendur í grunn vinnubrögðum sem undirbúa nemendur undir frekara náms í raunvísindum. Nemendur kynnast einkum fyrirbærum sem eðlis- og efnafræðin fást við, lögmálum sem þau hlíta og geti yfirfært þekkingu sína á þessum greinum á sitt umhverfi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vísindalegum aðferðum í rannsóknum
  • SI- einingakerfinu og helstu forskeytum
  • helstu frumefnum og efnasamböndum
  • lotukerfinu og þeim hugtökum sem því tengjast
  • hugtökunum hraða, hröðun, kraft, massa, vinnu, orku, þrýsting og afli.
  • tengslum milli formlegra hugtaka og daglegs lífs
  • gerð á skýrslum og vinnubókum
  • uppsetningu og einföldum skipunum í excel og word

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota SI- kerfið
  • nota forskeyti
  • nota einingakerfið
  • lesa út úr Lotukerfinu þær upplýsingar sem þar eru
  • nota einfaldar formúlur til að finna hraða, hröðun, kraft, massa, orku, þrýsting, vinnu og afl
  • geta búið til skýrslu út frá einföldum tilraunum og haldið vinnubók um tilraunirnar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta unnið með mælieiningar
  • geta notað forskeyti
  • geta teiknað einfalda mynd af atómi og raðað öreindum þess á rétta staði
  • geta leyst einföld eðlisfræðidæmi tengd hreyfi- og aflfræði.
  • geta haldið utan um vísindalegar niðurstöður í vinnubók á skipulagðan máta og skilað stuttri skýrslu um helstu niðurstöður tilraunar
  • geta yfirfært þekkingu sína á daglegt líf