Áfanginn er ætlaður þeim sem hyggja á nám í verkfræði, eðlisfræði eða stærðfræði, en nýtist einnig þeim sem vilja leggja fyrir sig frekara nám í náttúrufræðigreinum. Farið er í undirstöðureglur raunfallagreiningar, s.s. milligildis- og meðalgildisreglurnar, veldaraðarframsetningu falla og hagnýtingar þeirra og tölulegar aðferðir skoðaðar. Einnig verða valin efnisatriði úr öðrum greinum stærðfræðinnar skoðuð, t.d. úr algebru, rúmfræði eða líkindafræði. Áfanginn er verkefnamiðaður, en lögð er höfuðáhersla á að nemendur tileinki sér góð vinnubrögð og vandi allar röksemdafærslur við úrlausn verkefna. Farið verður yfir umbrotsforritið LaTeX og nota nemendur forritið við skil allra verkefna.

Fyrir: Heilbrigðisbraut, náttúrufræðibraut, raungreina- og tæknibraut
Forkröfur: STÆR3HE05 eða bæði STÆR3GX05 og STÆR3LP05
Námsmat: Skilaverkefni og þátttaka í tímum auk minni prófa
Annað: Áfanginn telst til sérgreina heilbrigðisbrautar, náttúrufræðibrautar og raungreina- og tæknibrautar