Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR2LÁ05 og STÆR3FF05

Fyrir: Félagsgreinabraut, kjörnámsbraut og mála- og menningarbraut
Námsefni: Efni frá kennara
Námsmat: Verkefni og próf
Annað: Áfanginn telst til sérgreina félagsgreinabrautar, kjörnámsbrautar og mála- og menningarbrautar

Farið verður í hagnýt atriði í tölfræði sem nýtast nemendum sem góður undirbúningur fyrir frekara nám, s.s. í sálfræði, félagsfræði og kennslufræði. Í áfanganum er umfjöllun um tilgátuprófanir, skekkjur, framsetningu gagna og ýmislegt fleira. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist helstu tólum sem notuð eru við tölfræðilega úrvinnslu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • líkindadreifingum á borð við normaldreifingu, t-dreifingu og F-dreifingu
  • tilgátuprófunum með kí-kvaðrat, t-prófi og f-prófi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera tilgátuprófanir og túlka niðurstöður þeirra
  • beita táknmáli, setja verkefni fram á stærðfræðilegan hátt og túlka táknmál á mæltu máli
  • nota töflureikni til lausnar tölfræðilegra verkefna

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta hvaða tilgátupróf á við hverju sinni
  • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geta valið aðferð sem við á hverju sinni
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
  • beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausn yrtra verkefna
  • klæða yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni