Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR2RU05
Í áfanganum eru vigrar skoðaðir nánar, t.d. farið í hugtök eins og línulega samantekt, innfeldi o.fl. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hagnýtingar vigra í rúmfræði og beitingu þeirra við lausnir einfaldra verkefna í eðlisfræði. Farið er í skilgreiningu hornafallanna út frá einingarhringnum og eiginleikar vigra notaðir til þess að leiða út ýmsar reglur er tengjast hornaföllunum. Hornaföllin eru svo skoðuð nánar og sér í lagi farið yfir algengustu jöfnur sem hornaföllin koma við sögu. Auk þess eru grunnreglur í rúmfræði á borð við kósínus- og sínusreglurnar skoðaðar vandlega. Farið er í stikaform línu og hrings auk þess sem ofanvarp á línu er tekið til skoðunar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- skilgreiningu vigra í plani og algebrulegra eiginleika þeirra
- helstu eiginleikum vigra s.s. lengd, stefnuhorni o.þ.h.
- skilgreiningu hornafallanna út frá einingarhringnum
- grunneiginleikum hornafallanna út frá skilgreiningu þeirra
- mikilvægustu reglum er tengjast hornaföllunum og útleiðslu þeirra
- grunnreglum í rúmfræði og notkun vigra við útleiðslu þeirra
- stikaformi línu og hrings
- ofanvarpi punkts og vigurs á línu og vigur
- útleiðslu helstu regla er tengjast ofanvarpi
- notkun grunnregla um hornaföll við lausn jafna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með vigra og grunneiginleika þeirra, bæði algebrulega og rúmfræðilega
- vinna með vigra við úrlausn verkefna í rúmfræði
- vinna með vigra við úrlausn verkefna í afl- og hreyfifræði
- beita grunnreglum um hornaföll til að finna lausnir ýmissa jafna
- reikna út ofanvörp punkta og vigra á línur og vigra
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geta valið aðferð sem við á hverju sinni
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
- átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
- beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausn yrtra verkefna
- leysa þrautir með skipulegum leitaraðferðum og uppsetningu jafna
- klæða yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
- fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
- geta beitt einföldum samsettum röksemdum
- geta rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun