Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Fyrir: Allar brautir
Námsmat: Ýmis smærri skilaverkefni, stjörnuskoðun, hlutapróf, stór glærukynning
Annað: Áfanginn telst til sérgreina á náttúrufræðibraut og raungreina- og tæknibraut

Í áfanganum er farið yfir grundvallarþætti sem tengjast stjörnufræði, sögu hennar, könnun geimsins og rannsóknum af jörðu niðri. Sérstök áhersla verður á sólkerfið okkar og reikistjörnur þess. Öll fyrirbæri himinhvolfsins verða skoðuð og önnur fyrirbæri sem ekki sjást berum augum út frá rannsóknum geimvísindamanna. Stjörnuskoðun er hluti af námsframvindunni.

Nemendur kynnast alheiminum og öllum fyrirbærum hans s.s. vetrarbrautum, sólstjörnum, blossastjörnum, stjörnuþyrpingum, svartholum o.fl.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu stjörnufræðinnar og merkum uppgötvunum í gegnum söguna.
  • þeim hugtökum sem notuð eru við kortlagningu himinhvolfsins og því kerfi sem notað er við staðsetningar.
  • sólkerfinu, sólinni okkar, reikistjörnunum og fylgitunglum þeirra.
  • fæðingu, líftíma og eyðingu sólstjarna.
  • ýmsum fyrirbærum geimsins sem skoða má með stjörnusjónaukum.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa og skilja texta þar sem koma fyrir hugtök stjörnufræðinnar.
  • geta þekkt einstaka stjörnur á himinhvolfinu og stjörnumerkin sem þar eru.
  • nota vísindaleg vinnubrögð, með áherslu á röð aðgerða, nákvæmni, vandvirkni og athygli.
  • vinna sjálfstætt við framkvæmd að verklegum æfingum og geta útskýrt niðurstöður út frá verklýsingu eða fyrirmælum kennara.
  • skrifa nákvæmar og góðar skýrslur.
  • túlka einfaldar myndir og gröf tengdum greininni.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna að verkefnum tengdum stjörnufræði.
  • tileinka sér það orðfæri sem þar til að taka þátt í almennri umræðu tengdri stjörnufræði.
  • leggja mat á upplýsingar sem tengjast greininni á gagnrýninn hátt.
  • koma þekkingu sinni á framfæri með gerð kynninga þar sem áhersla er á flutning nemandans.
  • taka þátt í verklegum stjarnfræðilegum æfingum.