Nemendur sem lokið hafa miðprófi í tónlist geta innritast á tónlistarsvið, en sú leið hentar vel fyrir þá sem ætla sér að halda áfram tónlistarnámi á háskólastigi. Námið fer fram í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri.

Nemendur geta lokið stúdentsprófi af tónlistarsviði annars vegar með raungreinaáherslu og hins vegar tungumála- og félagsgreinaáherslu. Þeir fylgja þá viðkomandi sviði og taka sem mest af sameiginlegum kjarnagreinum sviðanna.

  • Tónlistarnámið er metið sem kjörsvið, línur og frjálst val
  • Nemendur á tónlistarsviði taka 165 einingar í bóklegum kjarna
  • Nemendur geta lokið stúdentsprófi af tónlistarsviði ýmist með raungreinaáherslu eða tungumála- og félagsgreinaáherslu. Þeir fylgja þá viðkomandi braut og námið er í raun sniðið að hverjum og einum nemanda (75 fein).
  • Tungumála- og félagsgreinasvið: Kjarni sviðsins er 175 einingar. Nemendur á tónlistarsviði þurfa að taka að lágmarki 165 einingar*
  • Raungreinasvið: Kjarni sviðsins er 185 einingar. Nemendur á tónlistarsviði þurfa að taka að lágmarki 165 einingar.*
  • Hægt er að ljúka þeim einingum sem eru sameiginlegar sviðunum í kjarna. Nemendur þurfa þannig ekki að fylgja öðru sviðinu heldur taka um það bil 150 einingar sem er sameiginlegur kjarni beggja sviða og bæta við sig einingum í frjálsu vali.


* Nemandi velur í samráði við sviðsstjóra eða námsráðgjafa hvaða áfanga hann sleppir. Að jafnaði er miðað við að það séu lokaáfangar í greinum.

Nemendum er bent á að ræða við sviðstjóra um nánari útfærslur og tilhögun náms á tónlistarsviði.