Lönd og menning

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: LÆSI2ME10
Áfanginn fjallar um menningu, sögu og landafræði Evrópu. Viðfangsefni geta m.a. verið kvikmyndir, matarhefðir, listasaga, tónlist og fleira. Áfanginn byggist upp á nokkrum þematengdum lotum og fá nemendur innsýn og aukinn skilning á samfélagi og menningu Evrópuþjóða. Áhersla er lögð á að nemendur verði læsir á menningu. Gestir frá ýmsum þjóðum heimsækja nemendur í áfanganum til að fræða þá um land og þjóð. Viðfangsefnin eru valin í samráði við kennara eftir áhugasviði nemenda. Framsetning verkefna er fjölbreytt og lögð er áhersla á vandað málfar bæði í ræðu og riti.

Þekkingarviðmið

 • hvernig menningareinkenni birtast í t.d. kvikmyndum, matarhefðum og listum
 • helstu staðreyndum um landafræði og menningu nokkurra samfélaga í Evrópu
 • helstu alþjóðastofnunum í Evrópu

Leikniviðmið

 • bera kennsl á menningareinkenni ólíkra þjóða
 • átta sig á hvernig menning endurspeglast m.a. í listum, matarhefðum, kvikmyndum og tónlist
 • skipuleggja vinnubrögð sín í hóp- og einstaklingsverkefnum

Hæfnisviðmið

 • geta gert skýra grein fyrir tilteknum þáttum í menningu þjóðar, jafnt munnlega og skriflega
 • sýna ólíkum menningarheimum skilning
 • búa yfir góðum lesskilningi og geta miðlað þeirri þekkingu
 • lesa í menningu og siði annarra þjóða
 • nýta sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni
 • geta lagt sjálfstætt mat á upplýsingar og geta fengið hnitmiðaðar niðurstöður í framhaldinu
 • kynna á markvissan hátt viðfangsefni fyrir öðrum með fjölbreyttum aðferðum og tekið þátt í rökræðum um þau
Nánari upplýsingar á námskrá.is