Nútímaeðlisfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Forkröfur: EÐLI3RA05 eða EÐLI4A050
Efni áfangans er inngangur að nútímaeðlisfræði, en það er sú eðlisfræði sem þróaðist upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öldinni. Fjallað er um takmörkuðu afstæðiskenninguna, upphaf skammtafræði og einföldustu aðferðir hennar, gerð atómsins og kjarneðlisfræði.

Þekkingarviðmið

  • hugtakinu tregðukerfi og viti hvað felst í afstæðislögmáli Galíleós
  • forsendum Einsteins fyrir takmörkuðu afstæðiskenningunni og helstu afleiðingum hennar
  • mikilvægi tilraunar Michelsons og Morleys
  • hnitajöfnum Lorentz og beitingu þeirra við einfalda útreikninga
  • sambandi massa og orku samkvæmt afstæðiskenningunni
  • tilraun Thomsons og uppgötvun rafeindarinnar
  • svarthlutageislun og lýsingu Plancks á henni
  • ljóseindakenningu Einsteins og útskýringu hans á ljósröfun
  • sambandinu milli orku og tíðni ljóseinda
  • atómkenningu Bohrs og kenningu deBroglies um agnabylgjur
  • litrófi atóma og fyrstu tilraunum manna til þess að lýsa atóminu
  • grundvallarhugmyndum skammtafræði
  • bylgjujöfnu Schrödingers og lausn hennar í einföldustu tilfellunum
  • óvissulögmáli Heisenbergs
  • einsetulögmáli Paulis
  • uppbyggingu lotukerfisins
  • gerð atómkjarnans og þeim kröftum sem þar eru að verki
  • geislavirkni atómkjarna
  • helstu öreindum og grundvallargerð staðallíkansins

Leikniviðmið

  • beita stærðfræðilegum aðferðum til þess að setja upp og leysa einföld dæmi sem lúta að viðfangsefni áfangans
  • þekkja grundvallar frumsendur nútímaeðslifræði, og helstu afleiðingar þeirra.

Hæfnisviðmið

  • koma frá sér, jafnt í ræðu sem riti, helstu hugmyndum nútímaeðlisfræði með skiljanlegum hætti
  • lesa sér til gagns fræðilegan texta um eðlisfræði á stigi sem samsvarar grunnstigi háskóla
  • leysa einföld verkefni þar sem notast þarf við grundvallarhugmyndir nútímaeðlisfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is